Á Akureyri og nágreni eru fimm folfvellir:
Eiðsvöllur – púttvöllur
Á Eiðsvelli er skemmtilegur púttvöllur með stuttum brautum en nóg er að taka með sér pútterinn þegar þessi völlur er spilaður.
—
Glerárskóli
Sumarið 2015 var settur upp nýr 9 körfu völlur við Glerárskóla. Völlurinn var notaður sem keppnisvöllur á Unglingalandsmóti UMFÍ sumarið 2015 og er með fjölbreyttar brautir sem gaman er að spila.
—
Hamarkotstún
Sumarið 2014 var settur upp 9 brauta völlur á Hamrakotstúni við Þórunnarstræti (gengt sundlauginni). Flestar eru brautirnar frekar stuttar en krefjandi en tveir teigar eru á hverri braut. Völlurinn er mjög skemmtilegur og umhverfið fallegt. Völlurinn er með vinsælli folfvöllum á landinu enda ófáir ásar sem þarna koma. Gott er spila með pútterum eða midrange diskum á vellinum.
—
Hamrar
Þessi skemmtilegi og fjölbreytti 9 holu völlur liggur fyrir ofan tjaldsvæðið að Hömrum en fyrsta brautin er reyndar inn á tjaldsvæðinu og þá er kastað yfir eina af tjörnunum sem þar eru. Völlurinn reynir töluvert á hæfni spilara en hægt er að velja um bláa og rauða teiga. Verið er að vinna að stækkun vallarins í 18 brautir og verður hann þá annar völlurinn á landinu með 18 brautir, hinn er í Gufunesi. Skorkort og kort fást í þjónustumiðstöðinni.
Hér getur þú sótt mynd og skorkort af vellinum. Sækja kort.
Hrísey
Sumarið 2014 var settur upp flottur 9 körfu völlur í Hrísey á frábærum stað í skógræktinni með upphafsteig við gamla skólann. Tveir teigar eru á hverri braut sem gerir völlinn hentugan fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Hægt er að leigja diska hjá Folf Sambandi Akureyrar.
Frekari upplýsingar:
Folf Samband Akureyrar