Rafting

Rafting Frá Akureyri er ekki langt að fara til þess að komast í rafting, hvort sem ætlunin er að fara í fjölskylduferð á Jökulsá Vestari eða komast í

Rafting

Viking Rafting
Hafgrímsstaðir í Skagafirði 
Sími 823 8300
Heimasíða: www.vikingrafting.is
Netfang: info@vikingrafting.com  


Rafting í Vestari Jökulsá í Skagafirði.

Ævintýraferðir eru frábær leið til að tengja fólk saman og dýpka vináttu. Að heyra um ævintýri og þjóðsögur árinnar á meðan þið njótið spennu flúðasiglinganna er bæði skemmtileg og lærdómsrík reynsla fyrir alla fjölskylduna. Við hjá Arctic Rafting gerum okkur fulla grein fyrir nauðsyn þess að skapa eftirminnileg ævintýri fyrir bæði börn og fullorðna sem vilja deila ógleymanlegri og skemmtilegri upplifun.

Fjölskylduferðin okkar í Vestari Jökulsá liggur í gegnum yfirþyrmandi og töfrandi gljúfur og er ein af okkar fallegustu og skemmtilegustu ferðum! Ferðin hefst á Hafgrímsstöðum þar sem við byrjum á því að úthluta þátttakendum nauðsynlegan búnað og veitum aðstoð ef þess þarf. Frá Hafgrímsstöðum förum við saman í um það bil 15 mínútna rútuferð inn Vesturdal þar sem ævintýrið hefst með því að fara yfir öryggisatriði og hvernig eigi að beita sér í ánni.

Þaðan leggjum við af stað niður ána, siglum í gegnum fallegt landslag Vesturdals og fljótum inn í töfrandi Jökulsárgljúfrin. Á leiðinni búum við okkur til heitt kakó með vatni sem sýður rétt við árbakkann. Þú gætir ákveðið að fleygja þér fram kletti ofan í ána, fara í vatnsslag eða kannski nýtur þú þess bara að fljóta niður ána og nýtur gullfallegs útsýnisins í gljúfrinu.

Staðfestar brottfarir frá Hafgrímsstöðum (Skagafirði) daglega frá 15 .maí til 15. september kl. 15:00.

Erfiðleikastigi - 2 af 5

Aldurstakmark - 8 ára

Rafting á Austari jökulsá

Von er á ótrúlegu adrenalín ævintýri í fræknu adrenalín pökkuðu rafting ferðinni okkar á Jökulsá Austari fyrir norðan í Skagafirði. Áin sem er á erfiðleikastigi 4+ af 5 ryður leið sína í gegnum Austurdal sem er þekkt fyrir að vera sérstaklega fallegt og þröngt, siglingin hefur ítrekað verið valin sem eitt það besta sem hægt er að gera á Íslandi, og þá alls ekki af ástæðulausu. Jökulsá Austari gefur einfaldlega af sér bestu reynslu sem hægt er að fá í rafting á Íslandi og þykir ein af bestu siglanlegum á í allri Evrópu!

En athugið að þetta er ekki ferð fyrir fólk með lítið hjarta. Jökulsá Austari tekur á móti þér með kraftmiklum drunum og ógnvekjandi gargi. Það eina sem kemur til með að blússa hærra en öldurnar í ánni er adrenalínið í blóðinu þegar við dúndrum á flúðir Jökulsár Austari. Ýkjulaust, átt þú eftir að öskra úr þér lungun í "Screaming lady", vera orðlaus í "Lost", biðja um miskun í "Græna herberginu" og stíga inn í óttann í 8 metra há kletta stökki í ána (ekki skylda og fer eftir aðstæðum í ánni). Við náum okkur svo niður úr adrenalín vímunni með því að fljóta og synda niður með ljúfum straumum ármóta Jökulsár Austari og Vestari þar til við erum komin í grennd við höfuðstöðvar okkar á Hafgrímsstöðum.

Eins og sést er það ekki eins og að drekka vatn að bjóða Jökulsá Austari birginn, en þið vinnið ykkur inn montrétt að ógleymdri óendanlegri skemmtuninni sem kemur til með að dvelja í huga ykkar að eilífu!

Staðfestar brottfarir frá Hafgrímsstöðum (Skagafirði) daglega kl. 09:00.

Staðfestar brottfarir frá Akureyri (kl 7:30 frá Akureyri Backpackers) fyrir minnst 2 þáttakendur.

Erfiðleikastigi - 4 af 5

Aldurstakmark - 18 ára

 

    Bakkaflöt Rafting
    Bakkaflöt 10 km frá Varmahlíð
    Sími 453 8245 og 899 8245
    Email: bakkaflot@bakkaflot.is
    Heimasíða: www.riverrafting.is

 

 

Ferðir í River rafting frá Akureyri 22.Juni til 20. Ágúst 2015

Ferðirnar verða farnar frá  Star Travel Hafnarstræti. 77  vestur í Varmahlíð, mæting að morgninum er kl 07.30. ( Best er að fara inn hjá Star Travel og fá upplýsingar um hvaða rútu á að fara uppí.) Kl 8.40 bíður rúta í Varmahlíð, merkt Bakkaflöt og þaðan er svo keyrt 11 km, veg 752 að Bakkaflöt.  Að ferðum loknum er svo keyrt aftur á Akureyri með rútu Bakkaflatar og lagt er þá af stað um kl 14.00 frá Bakkaflöt. 

Vestari Jökulsá

Ferðin tekur um 3 klst í allt en siglingin sem er um 8 km tekur um 1 klst. Siglt er um stórbrotið gljúfur Vestari Jökulsárinnar og fram hjá heitri uppsprettu þar sem um 80°C heitt vatn flæðir ofan í jökulkalda ána. Stoppað er þar sem fólki er boðið upp á að stökkva ofan af 4 m háum kletti fyrir þá sem vilja blotna meira. Ferðin endar svo á upptökustað okkar i Villingarnesi þar sem er svo 25 min keyrsla aftur á Bakkaflöt. Eftir ferðina hafa svo allir afnot af heitu pottunum og lauginni.

Tilvalin ferð fyrir fyrirtæki þar sem aldurshópurinn er breiður, fjölskyldur, ættarmót, skólahópa og vinahópa. Lámarksfjöldi 2. Hámarksfjöldi 80 manns Innifalið er að fara í heitu pottanna og laugina að ferð lokinni

Undirbúningur hefst kl 10.00.

Hægt verður að bóka Vestari ferðina á netinu á heimasíðunni www.bakkaflot.is  Innifalið er milliferðir frá Akureyri og aftur til baka.  Morgunmatur þegar komið er á Bakkaflöt.  Heitt kakó á leiðinni í ánni uppúr heitri uppsprettu og fara í sturtu og heita potta eftir ferð.

Verð 17.500 kr. á mann

Ef fólk mætir sjálft á staðinn og fer í Rafting í Vestari og í pottinn eftir ferð kostar ferðin 11.900kr á mann.

Einnig er farið kl 14.00 í þessa ferð náist þáttaka (minnst 4).

Austari Jökulsá

Verður einnig í boði kl 9.00. Sama rúta verður notuð fyrir þá gesti sem fara í Austari ánna.

Austari Jökulsá Stig 4+ af 5 mögulegum Ein af topp ám í Evrópu
Aldurstakmark 18 ár Ferðin byrjar á mætingu hér á Bakkaflöt byrjað er á því að allir skrifa undir sjálfsábyrgð. Farþegar fá blautbúning, blautskó, þurrtopp, hjálm og vesti. Næst er farið í rútu í um 1 klst akstur upp að Skatastöðum í Austurdal þar er farið ýtarlega yfir öll öryggisatriði áður en lagt er af stað niður ánna. Nauðsynlegt er að farþegar séu í góðu líkamlegu formi og séu ekki vatnshræddir. Í þessari ferð er lagt mikið upp úr þvi að hver áhöfn geti unnið vel saman og sé fljót að svara skipunum stjórnanda. Í þessari ferð eru 4 til 7 í hverjum bát ásamt leiðsögumanni og 1-2 öryggiskayjakar fylgja með. Siglt er í gegnum flúðir sem kallaðar eru Öskrandi frúin, Tíndur og Græna Herbergið. Vegalengdin sem sigld er er um 18 km og tekur siglingin á ánni um 3-4 tíma en ferðin í allt um 5-6 tíma. Gil Austari árinnar er mjög djúpt, stórbrotið , gróðri vaxið og litskrúðugt en þvi miður er fólki ekki gefinn mikill tími til þess að horfa á landslagið því lagt er mikið upp úr þvi að róður áhafnarinnar sé góður. Stoppað er svo við Græna Herbergið þar sem allir fara úr bátunum og skoða flúðina áður en hún er sigld, þar fer bara einn bátur í einu í gegn og geta hinir fylgst með á bakkanum á meðan. Næst er gerður stans á stað þar sem fólki er boðið upp á að stökkva af kletti sem er um 9 m hár. Þegar komið er niður að upptökustað okkar i Villinganesi bíður heit kjötsúpa sem er orðin hefð í þessum ferðum. 25 min akstur er til baka á Bakkaflöt og endað með því að fara í heitu pottanna. Þetta er ferð sem fólk getur farið í á hverju ári og fær aldrei leið á, enda orðið árlegur viðburður hjá mörgum fyrirtækjum og vinahópum. Hafa skal meðferðis sundföt, handklæði og þunna flís- eða ullarpeysu sem má blotna. Innifalin í verði er kjötsúpa og afnot af heitu pottunum eftir ferðina.

Ekki verður í boði að bóka þessa ferð á netinu en ef um viðskiptavini er að ræða sem vilja fara þá þarf að hafa samband í sima 8487524 / 4538245  eða bakkaflot@bakkaflot.is

Innifalið er milliferðir frá Akureyri og til baka aftur. Kjötsúpa þegar komið er uppúr ánni og að fara í sturtu og heitu pottanna eftir ferð.

Verð 27.500 kr. á mann

Ef fólk mætir sjálft á staðinn og fer í Rafting i Austari þá kostar ferðin 21.900kr á mann.

Ennig verður hægt að bóka þessa ferð á netinu kl 15.00

 

 

 

 

 

 


Alskýjað NNV NNV 3m / s
  • Innsíða 2016 - Eyrin

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann