Glerárdalshringurinn er stór og umfangsmikill fjallgönguviðburður sem genginn er árlega í júlí. Tímasetningin er valin miðað við bestu aðstæður á svæðinu. Glerárdalur er stór dalur girtur háum fjöllum, þeim hæstu á Tröllaskaga. Þar af eru 10 þeirra hærri en 1400 metrar, Kerling hæst um 1540 metrar. Glerárdalshringurinn liggur eftir þessum háu fjallatoppum allan hringinn umhverfis dalinn. Leiðin er um 45 km. og samanlögð hækkun leiðarinnar er um 4500 metrar og lækkunin um 4800 metrar. Markmið leiðarinnar er að ganga (ekki hlaupa) á 24 fjöll á 24 tímum. Hins vegar eru aðstæður svo breytilegar að óraunhæft er að bera saman göngutíma milli ára. Hvort heldur sem farið er á 20 tímum eða 28 tímum þá hefur fólk lokið mikilli þolraun, gengið upp á 24 tinda samfellt í einni lotu. Um það snýst Glerárdalshringurinn.
Glerárdalshringurinn var síðast farinn árið 2014 og hefur legið í dvala síðan.
Nánari upplýsingar:
Sími: 8640700 & 8641366
Heimasíða: 24x24.is
Netfang: vidar@24x24.is og raggi@24x24.is