Haustfrí á Akureyri

Haustfrí á Akureyri Skemmtileg samvera fjölskyldunnar á Akureyri. Það er óþarfi að leita langt yfir skammt þegar kemur að afþreyingu fyrir alla

Haustfrí á Akureyri

 

 Hugmyndir fyrir fjölskylduna í haustfríinu:

 

  • Lesið á ljósastaura. Hægt að fylgja járnbókunum sem festar eru á ljósastaura frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi í Innbænum eða öfugt. Hér getur öll fjölskyldan sameinast í lestri (kannski með vasaljósi) og endað á bókasafninu með góðar hugmyndir að skemmtilegu lestrarefni. 

  • Innbærinn í nýju ljósi. Tilvalið er að ganga um Innnbæinn með bæklinginn  „Frá torgi til fjöru“ í hönd til að kynnast sögu bæjarins. Þegar komið er inní Innbæ eru söguskilti sem gaman er að lesa á og skoða myndirnar til að setja söguna í enn betra samhengi. 
    Það má líka undirbúa sig heima með því að lesa þetta: Frá torgi til fjöru

  • Fræðist um sögu Akureyrar. Víðsvegar um eldri hluta bæjarins eru skilti sem segja sögu hvers staðar fyrir sig. Skiltin gera grein fyrir sögu húsa og staðhátta í máli og myndum, alla leið frá Strandgötu inn í Innbæinn. Sjá nánar um skiltin hér

  • Þekkir þú Útlagana, Sólúrið, Tilveru og þrumguðinn Þór? Ef ekki þá er tilvalið að nálgast bæklinginn „Útilistaverk á Akureyri“ á upplýsingamiðstöðinni í Hofi velja nokkur verk sem áhugavert væri að skoða og kynnast betur og einfaldlega ganga, hjóla eða keyra af stað.
     Það má líka undirbúa sig heima með því að lesa þetta: Útilistaverk á Akureyri
     Hægt er að nálgast bæklinginn á upplýsingamiðstöðinni í Hofi.

  • Kjarnaskógur. Frábær leikvöllur og skemmtilegar gönguleiðir um skóginn. Einnig er gaman að prófa nýja klifurkastalann en auk þess er nýlega búið að setja upp hjólastólarólu á leiksvæðinu.

  • Ferja, folf og sund í Hrísey. Tilvalið að taka ferjuna í Hrísey, taka með sér frísbídiska (ef veður leyfir) og sundföt. Folfið er staðsett við Gamla skóla og það er skilti við höfnina og eins á staðnum. Eftir útiveru og sundferð er svo tilvalið að skella sér á veitingastaðinn Verbúðin 66 og fá sér hressingu.  Frekari upplýsingar má finna á www.hrisey.is

  • Komdu í heimsókn á safn.
    • Þessi söfn eru opin á laugardögum: Flugsafn Íslands kl 14-17, Mótorhjólasafn Íslands kl 14-16  
    • Minjasafnið á Akureyri:
      • Á safninu er sýningin Land fyrir stafni!  Schulte Collection – Íslandskort frá 1547-1808. Láttu einstaka veröld kortanna koma þér á óvart. Líttu í stofu kortagerðarmannsins – margt að prófa. Skrímslaleikur og skuggaleikhús.
      • Skátar á Akureyri í 100 ár – Ný sýning um fjölbreytt og skemmtilegt starf skáta á Akureyri frá 1917-2017. Tjaldbúðir á safninu? Má það?
      • Akureyri bærinn við Pollinn. Hvernig var Akureyri í upphafi? Þekkir þú furðugripina? Mátaðu hatta og búninga.
      • Safnið er opið alla daga frá 13-16. Aðgangseyrir 1500 kr., ókeypis fyrir yngri en 18 ára. Sjá nánar á www.minjasafnid.is
    • Listasafnið á Akureyri: 
      • Sýningarnar:
        • Aðalheiður Eysteinsdóttir – Hugleiðing um orku,
        • Sigurður Árni – Hreyfðir fletir,
        • Hjördís Frímann & Magnús Helgason – Hugmyndir,
        • Úrval
        • Frá Kaupfélagsgili til Listagils,
        • Svipir
        • Gústav Geir Bollason & Clémentine Roy – Carcasse
      • Sýningarnar eru opnar alla daga kl 12-17. Aðgangseyrir 1500 kr, ókeypis fyrir yngri en 18 ára.  Sjá nánar á www.listak.is
    • Iðnaðarsafnið
      • Safnið varðveitir blómlega iðnaðarsögu Akureyrar í formi véla, framleiðsluvöru, handverks, umbúða og ljósmynda svo eitthvað sé nefnt.
      • Safnið er opið mán-lau frá kl. 13-15. Aðgangseyrir 1000 kr, ókeypis fyrir 17 ára og yngri. Sjá nánar á www.idnadarsafnid.is
    • Norðurslóðasetrið
      • Norðurslóð er samansafn ellefu áhugaverðra sýninga sem fjalla um sögu Norðursins í máli og myndum. Sýningarnar leiða gestinn í gegnum ýmis tímabil í sögu Norðursins og taka fyrir margvísleg áhugaverð viðfangsefni, svo sem landnám Íslands, dýralíf á norðurslóðum, handverk og strandlíf svo fátt eitt sé nefnt. 
      • Opið er mán-fös frá kl. 11-18, lau og sun 11-17. Aðgangseyrir 1500 kr, ókeypis fyrir 12 ára og yngri. Sjá nánar á www.nordurslod.is
    • Amtsbókasafnið á Akureyri.Á Amtsbókasafninu finna allir fjölskyldumeðlimir eitthvað við sitt hæfi og verður nóg hægt að gera þar í haustfríi grunnskólanna 17.-20. október.
      • Stóra bangsasögustundin 18. október kl. 16:30.
      • Hægt er að máta búninga, teikna saman, fara í Kinect leikjatölvu, spila, lesa og skoða rafbókasafnið.
      • Bókamarkaður er á safninu í október.
      • Safnið er opið mán-fös frá kl.8.15-19.00 og laugardaga 11.00-16.00.
      • Nánari upplýsingar á www.amtsbok.is
  • Skelltu þér í sund.  Hér má sjá opnunartíma sundlauganna.

  • Á kafi í fullveldi í Sundlaug Akureyrar
    • Laugardaginn 20. október kl. 13-16 verður boðið upp á fjölmarga ólíka viðburði sem allir hafa það að markmiði að bregða litríku og ólíku ljósi á hugtakið fullveldi þannig að þeir höfði til breiðs aldurshóps. Umræður, söng- og sögustund, Vandræðaskáld verður meðal þess sem boðið er upp á. Sjá nánar hér
  • Skautahöllin.  Opið fyrir almenning föstudag kl 13-16 og skautadiskó á föstudagskvöldi frá kl.19-21. Laugardag og sunnudag kl 13-16. Aðgangseyrir er 900 fyrir fullorðna og 600 fyrir börn og skautaleigan 500 kr en gjaldskránna má finna á www.sasport.is

  • Krossanesborgir. Þar eru 10 fræðsluskilti sem gaman væri að lesa á – líklegast gott að hafa með vasaljós (til að sjá ef myrkur er)

  • Innanhússgolf. Í einni bestu aðstöðu innanhúss á landinu í kjallaranum í Íþróttahöllinni. Opnunartími í haustfríinu er 9.00-20.00 virka daga og 10.00-17.00 um helgar. Verð er 1000 kr. Einnig eru tveir golfhermar af fullkomnustu gerð sem hægt er að spila í. Verð er frá 2800-3200 kr klst. Nánari upplýsingar á www.gagolf.is

  • Folf (frisbígolf). Það er tilvalið að skella sér í folf í fríinu en bæði er hægt að fara hring á Hamarkotstúninu, Eiðsvelli, við Glerárskóla og á Hömrum (við tjaldsvæðið)

 


SSA SSA 2m / s 1.9°
  • Innsíða 2017 vetur - leikhus

Lonely planet

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann