List án landamæra er árlegur viðburður þar sem fatlaðir og ófatlaðir mætast í list sinni. Á hátíðinni er komið víða við í listinni s.s. í myndlist, tónlist og leiklist. Viðburðurinn fer fram í byrjun maí ár hvert.
Markmið hátíðarinnar er að sjá tækifæri en ekki takmarkanir og að koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni. Sýnileiki hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.
List án landamæra árið 2018 hefst 26.maí og nálgast má dagskrá hátíðarinnar á www.listin.is
Hægt er að koma nálgast frekari upplýsingar með því að senda póst í netfangið listanlandamaera@gmail.com