Jóhann Ingimarsson, Nói.
Flugsýn. Akureyrarflugvöllur.
2001.
Nói er fæddur 23. júlí 1926. Hann lærði húsgagnahönnun í Danmörku. Eftir að heim var komið rak Nói Valbjörk hf. sem var fyrirtæki í húsgagnaiðnaði með 70 starfsmenn þegar best lét. Hann stofnaði síðar ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Helgadóttur, Örkina hans Nóa, húsgagnaverslun á Akureyri sem var um langt árabil í fremstu röð húsgagnaverslana.
Auk þess að hanna húsgögn hefur Nói málað og gert þrívíð listaverk sem eru staðsett víða á Akureyri. Þetta listaverk er í eigu Flugfélags Íslands. Hugmyndin að verkinu er flugtakið en hringurinn getur annars vegar táknað vængina og mótorinn sem snýst og hins vegar gufuhvolfið. Verkið er unnið í stál.