Óður til næturinnar

Óður til næturinnar Elísabet Geirmundsdóttir: Óður til næturinnar. Aðalstræti 70. 1951.

Óður til næturinnar

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Elísabet Geirmundsdóttir
Óður til næturinnar.
Aðalstræti 70.
1951.

Höfundurinn “Listakonan í Fjörunni" - manna í milli oftast nefnd Beta Geirs, hét fullu nafni Elísabet Sigríður. Hún var fædd í Geirshúsi - Aðalstræti 36 - á Akureyri, 16. febrúar 1915, og þar í fjörunni bjó hún og starfaði þá skömmu ævi sem henni var gefin.

Ung giftist hún Ágústi Ásgrímssyni, og saman reistu þau húsið Aðalstræti 70 eftir teikningu hennar. Þar ræktaði hún garðinn sinn flestum öðrum betur og prýddi hann myndverkum sem hún vann í steinsteypu. Hún lést 9. apríl 1959, aðeins 44 ára að aldri.

Þó að Elísabet væri "heimalningur" var hún ótrúlega fjölhæf í listsköpun sinni - virtist geta unnið listaverk úr hverju því efni sem henni barst í hendur - sumum svo forgengilegum sem snjó - öðrum svo eilífum sem orðum er æ geta staðið meðan menn eru máli mælandi.

Kunnust varð hún fyrir myndverk sín, en hún var einnig ágætt skáld og lipur lagasmiður, þótt ólæs væri á nótur. Um Elísabetu og verk hennar er bókin Listakonan í fjörunni, afar falleg bók, og ríkulega myndskreytt, sem Delta Kappa Gamma - Félag kvenna í fræðslustörfum gaf út í minningu hennar 1989 undir ritstjórn Eddu Eiríksdóttur. Þar má líta margan fagran ávöxt þessarar miklu listakonu í máli og mynd.


SSA SSA 2m / s 1.9°
  • Innsíða 2017 vetur - kirkja

Lonely planet

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann