Perlan

Perlan ElÝsabet Geirmundsdˇttir Perlan. A­alstrŠti 70. 1951.

Perlan

Mynd: Ragnar Hˇlm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hˇlm Ragnarsson.

Elísabet Geirmundsdóttir
Perlan.
Aðalstræti 70.
1951.

Perlan er stærsta styttan í garðinum við Aðalstræti 70 og stendur við tjörn. Perlan er stærsta styttan í garðinum við Aðalstræti 70 og stendur við tjörn. Elísabet byggði hús sitt í Aðalstræti 70 ásamt eiginmanninum Ágústi Ásgrímssyni. Hún gerði teikningu að því og stórum garði umhverfis það með gosbrunni og styttu; Perlunni. Verkið er unnið í steinsteypu. Húsið er enn í dag glæsilegur minnisvarði um þessa merkilegu fjöllistakonu sem lést  9. apríl 1959 aðeins 44 ára. Yfirlitssýning á verkum hennar var í Listasafninu á Akureyri 2015.

Höfundurinn “Listakonan í Fjörunni" - manna í milli oftast nefnd Beta Geirs, hét fullu nafni Elísabet Sigríður. Hún var fædd í Geirshúsi - Aðalstræti 36 - á Akureyri, 16. febrúar 1915, og þar í fjörunni bjó hún og starfaði þá skömmu ævi sem henni var gefin.

Þó að Elísabet væri "heimalningur" var hún ótrúlega fjölhæf í listsköpun sinni - virtist geta unnið listaverk úr hverju því efni sem henni barst í hendur - sumum svo forgengilegum sem snjó - öðrum svo eilífum sem orðum er æ geta staðið meðan menn eru máli mælandi.

Kunnust varð hún fyrir myndverk sín, en hún var einnig ágætt skáld og lipur lagasmiður, þótt ólæs væri á nótur. Um Elísabetu og verk hennar er bókin Listakonan í fjörunni, afar falleg bók, og ríkulega myndskreytt, sem Delta Kappa Gamma - Félag kvenna í fræðslustörfum gaf út í minningu hennar 1989 undir ritstjórn Eddu Eiríksdóttur. Þar má líta margan fagran ávöxt þessarar miklu listakonu í máli og mynd.


Alskřja­ NNV NNV 3m / s
  • InnsÝ­a 2016 - Leirutj÷rn

Lonely planetá á á á á

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rˇsenborg, SkˇlastÝg 2
600 Akureyri
SÝmi 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjß) akureyri.is

Lestu um Akureyri ß

Vi­ erum ß Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookŮ˙ getur lÝka fylgst me­ okkur ß FÚsbˇkinni. Alltaf eitthva­ a­ gerast ß Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann