Ríkharður Jónsson
Sigurður Sigurðsson.
Gróðrarstöðin.
Sigurður fæddist að Þúfu í Fnjóskadal 5. ágúst 1871 en flutti ungur með foreldrum sínum að Draflastöðum í sömu sveit og var við þann bæ kenndur. Hann lærði bókband hjá Friðbirni Steinssyni og búfræði í Noregi. Hann stofnaði Trjáræktarstöðina á Akureyri 1899. Sigurður var skólastjóri á Hólum, forseti Búnaðarfélags Íslands og fyrsti formaður Skógræktarfélags Íslands, stofnað 1930. Sigurður andaðist 1. júlí 1940.