Jóhann Ingimarsson, Nói
Þrívídd.
Örkin hans Nóa við Drottningarbraut.
Án ártals.
Listamaðurinn Nói - Jóhann Ingimarsson var á árum áður einn helsti frumkvöðull íslensks húsgagnaiðnaðar og starfaði við hönnun, framleiðslu og sölu húsgagna nær allan sinn starfsaldur. Hann hefur ávallt verið mjög virkur í listsköpun sinni. Til marks um það má nefna að enginn listamaður, hvorki núlifandi né látinn, státar af því að eiga fleiri útilistaverk vítt og breitt um Akureyri en Nói. Þá hefur hann haldið fjölmargar sýningar á málverkum og þrívíddarverkum. Í listaverkinu tengir Nói hér saman mismunandi teninga sem eru hluti af grunnformunum þremur eins og hann segir sjálfur.