MatthÝas Jochumsson

MatthÝas Jochumsson RÝkhar­ur Jˇnsson. MatthÝas Jochumsson. Lystigar­urinn ß Akureyri. 1916.

MatthÝas Jochumsson

Mynd: Ragnar Hˇlm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hˇlm Ragnarsson.

Ríkharður Jónsson.
Matthías Jochumsson.
Lystigarðurinn á Akureyri.
1916.

Hinn 11. nóvember 1915 varð Matthías Jochumsson áttræður. Fyrr það ár höfðu nokkrir einstaklingar á Akureyri tekið höndum saman um að reisa honum minnisvarða í „blómagarðinum sunnan við Gagnfræðaskólann“. Svo heppilega vildi til að þetta sumar dvaldi Matthías fyrir sunnan sem gaf Ríkharði Jónssyni myndhöggvara tækifæri til að taka mót af höfði skáldsins sem síðan var sent til Kaupmannahafnar þar sem höfuðið var steypt í eir. Það setti hins vegar strik í reikninginn að skipinu seinkaði er flutti eirlíkneskið til Íslands. Höfuðið komst því ekki á sinn stað fyrr en í maí 1916. Matthías var þá farinn suður í höfuðstaðinn en hafði áður beðið menn að fara sér hægt. Réttast væri að setja höfuðið upp í kyrrþey, var skoðun skáldsins, án nokkurrar viðhafnar. Við þessu var orðið. Höfuð skáldsins stendur enn á sínum stað í Lystigarðinum en um það var ort vorið 1916: „Þegar frumrit frægðarmanns fellur lífs af barði. Eftirrit af höfði hans húkir í Lystigarði.“ Þetta „eftirrit“ af höfði Matthíasar er fyrsti minnisvarðinn hérlendis sem reistur er lifandi Íslendingi til heiðurs.


Alskřja­ NNV NNV 3m / s
  • InnsÝ­a 2016 - Eyrin

Lonely planetá á á á á

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rˇsenborg, SkˇlastÝg 2
600 Akureyri
SÝmi 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjß) akureyri.is

Lestu um Akureyri ß

Vi­ erum ß Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookŮ˙ getur lÝka fylgst me­ okkur ß FÚsbˇkinni. Alltaf eitthva­ a­ gerast ß Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann