Sigling

Sigling Jón Gunnar Árnason: Sigling. Á horni Glerárgötu og Kaupvangsstrætis. 1990.

Sigling

Jón Gunnar Árnason
Sigling
Við Drottningarbraut
1990

Akureyrarbær lét gera verkið í tilefni aldarafmælis Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) árið 1986 en það var vígt hinn 3. ágúst 1990 og stóð þá á horni Glerárgötu og Kaupvangsstrætis. Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri settu listaverkið í stál eftir mótum höfundar. Hinn 25. ágúst 2014 var Sigling færð á litla uppfyllingu austan við nýjan göngu- og hjólreiðastíg við Drottningarbraut. Jón Gunnar var menntaður járnsmiður en gerðist svo myndlistarmaður. Hann hafði einstakt lag á að nota málma í verkum sínum og gera þá undirorpna skýrri hugsun myndefnisins. Verk eftir hann hafa verið sýnd hérlendis, í Hollandi og í Þýskalandi. Stórar yfirlitssýningar verið haldnar á Listasöfnum í Reykjavík og á Akureyri og gefin út vegleg bók um list hans. Hans þekktasta verk er Sólfar sem staðsett er við Sæbraut í Reykjavík.


Alskýjað NNV NNV 3m / s
  • Innsíða 2016 - loftmynd skemmtiferðaskip

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann