Sólveig Baldursdóttir og þátttakendur í norrænni vinabæjarviku á Akureyri
Vinabæjarskúlptúr
Hafnarstræti (göngugatan)
1997
Sólveig Baldursdóttir fæddist 1961 og nam myndlist í Reykjavík, Danmörku og á Ítalíu. Hún bjó um árabil á Akureyri og á þeim tíma vann hún þetta verkefni, með ungu fólki frá vinabæjum Akureyrar sem voru hér saman komin á vinabæjarmóti. Sólveig er búsett og starfandi í Hafnarfirði og verk eftir hana eru víða til. Hún er ein fárra Íslendinga sem vinna í marmara.