Akureyri 150 ára

AFMĆLISVAKA 24. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER                                    24. - 28. ágúst - skođa                          Afmćlisdagurinn 29.

Akureyri 150 ára

Afmælisvaka 2012AFMÆLISVAKA 24. ÁGÚST - 2. SEPTEMBER

                                   24. - 28. ágúst - skoða

                         Afmælisdagurinn 29. ágúst - skoða

                          30. ágúst - 2. september - skoða

                    Dagskrárbæklingur Afmælisvöku - skoða

                          Facebook-síða afmælisins

Árið 2012 eru 150 ár frá því Akureyrarbær hlaut kaupstaðarréttindi. Af því tilefni gerum við okkur glaðan dag allt þetta ár og tökum virkan þátt í afmælisveislunni. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum og fegrun bæjarins.

Það verða viðburðir stórir sem smáir allt árið um kring en segja má að aðalhátíðarhöldin hefjist föstudaginn 24. ágúst og verður áherslan þá helgi lögð á unga fólkið.  Sjálfur afmælisdagurinn er 29. ágúst og verða m.a. fjörug og hæfileikarík leik- og grunnskólabörn áberandi þann dag.  Aðalhátíðarhöldin fara svo fram á sjálfri Akureyrarvöku helgina 31. ágúst - 2. september og verður mikill glaumur og gleði, þar sem bæjarbúar og gestir hans víða að komnir taka þátt í að fagna með afmælisbarninu.

Samgöngur laugardaginn 1. september
Þennan dag má gera ráð fyrir umtalsverðum fjölda í miðbænum og er fólk hvatt til að nýta sér strætósamgöngur. 
Hægt verður að velja á milli leiða 1, 3 og 4 og mun síðasti vagn keyra frá Ráðhústorgi klukkan 24 (stuttu eftir að flugeldasýningu lýkur). Hér er hægt að skoða yfirlitskort og kort með stökum leiðum. Þeir sem þurfa að nýta sér þennan dag þjónustu ferlibíla vinsamlegast snúi sér til BSO s. 461 1010.

Meðal þess sem hægt er að gera til að taka þátt í afmælinu er að senda Akureyri heimatilbúið afmæliskort með persónulegri kveðju. Kortin skal senda til Amtsbókasafnsins, Brekkugötu 17, og verður efnt til sýningar á þeim undir lok ársins.

Gleðjumst saman og tökum virkan þátt í afmælisárinu!

Miðvikudaginn 18. janúar var ísskápsseglum dreift til bæjarbúa og var um að ræða sex ólíkar myndir frá Minjasafninu á Akureyri sem sjá má hér að neðan. Þess má geta að hægt er að heimsækja Minjasafnið og kaupa þar afrit af ýmsum gömlum og fallegum ljósmyndum.

Smellið á myndirnar til að skoða stærri útgáfur, sjá upplýsingar um myndefni og ljósmyndara, og fletta á milli þeirra.

Sundlaug Akureyrar. Myndin er tekin á milli 1930-1940. Glerárhverfi á árunum 1960-1962. Ljósmynd: Gunnar Rúnar Ólafsson (1917-1965). Barnaskólinn 1962. Ljósmynd: Erlingur Davíðsson (1912-1990). Gilið, myndin er tekin í kringum 1950. Ljósmynd: Gísli Ólafsson (1910-2006). Konur við rakstur, myndin er tekin í kringum 1960. Ljósmynd: Gísli Ólafsson (1910-2006). Fjallið, myndin er tekin í kringum 1960. Ljósmynd: Gunnlaugur Páll Kristinsson (1929-2006).

Afmælismerki Akureyrarbæjar má nálgast HÉR.

 
Alskýjađ NNV NNV 3m / s
  • Innsíđa 2016 - Eyrin

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Viđ erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookŢú getur líka fylgst međ okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvađ ađ gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann