Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
"Á förnum vegi" - ÁLFkonur sýna ljósmyndir í Lystigarðinum
11. september 2019
ÁLFkonur sýna ljósmyndir sem þær kalla -Á förnum vegi / Street Photography- og eru myndirnar staðsettar á útsvæði hjá Café Laut í Lystigarðinum á Akureyri.
ÁLFkonur taka gjarnan myndavélina með þegar þær eru á förnum vegi og hér er sýndar myndir sem þær hafa tekið víða um Evrópu m.a. á Íslandi, Noregi, Danmörku, Möltu, Ungverjalandi, Ítalíu, Eistlandi og Marokkó.
Street photography er tegund ljósmynda sem margir hafa reynt sig við og felst aðallega í því að mynda fólk í hversdagslegum athöfnum á förnum vegi. Myndirnar eru aldrei uppstillar og eru tilraun til að fanga augnablikið á þessum stað og stund.
ÁLFkonur er félagsskapur kvenna sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og hafa starfað saman frá sumrinu 2010.
Þetta er 26. samsýning hópsins og 8. sýningin í Lystigarðinum á Akureyri.
Sýnendur : Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Guðrún K. Valgeirsdóttir, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.
Sýningin er opin á opnunartíma Lystigarðsins milli kl. 8.00 og 22.00 (kl. 9-22 um helgar) og stendur fram á haust.
Þakkir fá : Menningarsjóður Akureyrar, Akureyrarstofa, Geimstofan, Café Laut og starfsfólk Lystigarðs Akureyrar.
ÁLFkonur á facebook: www.facebook.com/alfkonur
#visitakureyri #akureyrarstofa #akureyri #northiceland #iceland #menningarsjodur #alfkonur #lystigardur #botanicalgarden
Leit
Svæði

