Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
"Hver eru áhrif styttingu vinnuvikunnar" - hádegisfyrirlestur í Háskólanum á Akureyri
15. nóvember 2018 kl. 12:10 - 15. nóvember 2018 kl. 13:00
Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) stendur fyrir hádegisfyrirlestri um styttingu vinnuvikunnar og áhrif hennar á jafnvægi vinnu og einkalífs. Fyrirlesturinn fer fram fimmtudaginn 15.nóvember frá kl. 12:10-13:00 í Háskólanum á Akureyri, í aðalbyggingu HA stofu M101.
Á fyrirlestrinum munu Arnar Þór Jóhannesson og Anna Soffía Víkingsdóttir sérfræðingar hjá RHA fjalla um áhugaverðar niðurstöður rannsóknar tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og völdum ríkisstofnunum.
Nemendur sem komu að rannsókninni ræða upplifun sína af henni. Jafnframt mun starfsmaður frá Þjóðskrá segja frá reynslu sinni af styttingu vinnuvikunnar.
Öll velkomin!
Leit
Svæði

