Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Akureyrarkirkja - Listasumar: Dúó Las Ardillas, Listamaðurinn lengi þar við undi
29. júlí 2018 kl. 17:00 - 29. júlí 2018 kl. 18:00
Dúo Las Ardillas skipa hörpuleikarinn Sólveig Thoroddsen Jónsdóttir og lútuleikarinn Sergio Coto Blanco en þau kynntust í Bremen í Þýskalandi, þar sem þau stunduðu bæði nám í flutningi endurreisnar- og barokktónlistar á söguleg hljóðfæri. Þau hafa haldið tónleika á Íslandi, í Þýskalandi og í Kosta Ríka. Á tónleikunum leikur Sólveig á ítalska þríraðahörpu og Sergio á endurreisnarlútu. Á efnisskránni eru verk eftir John Dowland, Orlando di Lasso, Giovanni Antonio Terzi, Pierre Attaingnant og Giovanni Maria Trabaci, sem og íslensk þjóðlög.
Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum.
Styrktaraðilar Sumartónleika í Akureyrarkirkju 2018 er
Akureyrarstofa
Listasumar á Akureyri
Menningarsjóður KEA
Samfélagssjóður Norðurorku
Sóknarnefnd Akureyrarkirkju
Leit
Svæði

