Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Amtsbókasafnið: Alþjóðlegir þriðjudagar-Thaíland
24. júlí 2018 kl. 17:00 - 24. júlí 2018 kl. 18:00
riðjudaginn 24. júlí kl. 17:00 mun Amporn Gunnarsson sem búsett hefur verið hér á Akureyri um skeið, kynna heimaland sitt Taíland.
- Vissir þú að á Taílandi finnur þú stærsta og smæsta dýrið í heiminum. Þar er einnig stærsti fiskurinn.
- Vissir þú að einn tíundi af íbúum Taílands býr í Bankok, sem er höfuðborg Taílands.
- Vissir þú að það eru 35.000 hof í Taílandi.
Þetta allt og meira til þriðjudaginn 24. júlí kl. 17:00.
Verið velkomin!
Kynning þessi er hluti af viðburðaröð fer fram undir heitinu Alþjóðlegir þriðjudagar í tengslum við Listasumar. Alla þriðjudaga í sumar á tímabilinu 26. júní-21. ágúst kl. 17:00 munu íbúar af erlendum uppruna kynna heimaland sitt á Amtsbókasafninu. Markmiðið með alþjóðlegum þriðjudögum er að færa ólíka menningarheima saman, rjúfa einangrun og vekja athygli á heiminum í kringum okkur.
Leit
Svæði

