Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Amtsbókasafnið: Ljóðasmiðja - Klipptu, límdu og þú ert skáld
13. apríl 2018 kl. 10:00 - 13. apríl 2018 kl. 19:00
Ljóðasmiðja mun fara fram í sýningarrými Amtsbókasafnsins 6.-24. apríl. Þá gefst ungu fólki (og þeim sem eru ungir í hjarta) tækifæri á að skapa ljóð úr afskrifuðum bókum.
Um er að ræða klippiljóð annars vegar og myrkvunarljóð hins vegar. - Klippiljóð: skæri, lím og þú ert skáld!
- Myrkvunarljóð: skapaðu myrkvunarljóð úr tússpennum og blaðsíðum úr gömlum bókum.
Ljóðasmiðjur fara einnig fram í félagsmiðstöðvum á Akureyri og munu þær standa út apríl.
Ljóðasmiðjan á Amtsbókasafninu er opin líkt og safnið, alla virka daga kl. 10-19 og á laugardögum kl. 11-16.
LJÓÐASNAPP
Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl kl.15:00 verða valin ljóð, sem samin voru í ljóðasmiðjum í félagsmiðstöðvum bæjarins og á Amtsbókasafni, lesin upp í Davíðshúsi í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Upplesturinn fer einnig fram á samfélagsmiðlum.
Klippum, límum, teiknum og semjum ljóð!
Ljóðasmiðjan er partur af viðburðaröð í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem haldin verður í fyrsta sinn nú í ár. Hátíðin mun standa 16.-22. apríl. Hægt er að nálgast upplýsingar um viðburði á Facebook og á Instagram. Barnamenningarhátið er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak
Leit
Svæði

