Viðburður

Information on Akureyri, North Iceland. Some of the attractions are the nothern lights, Grímsey Island and Hrísey Island, nature, waterfalls, skiing, ski

Viðburður

Amtsbókasafnið: Sýning á tréstyttum Hreins Halldórssonar

1. febrúar 2018

SÝNING Á VERKUM HREINS HALLDÓRSSONAR
9. JANÚAR - 24. FEBRÚAR 2018

Hreinn Halldórsson er alþýðulistamaður. Undanfarin ár hefur hann skapað tréskúlptúra/styttur í frítíma sínum. Við heimili hans er stór bakgarður og þar eiga allar stytturnar sinn stað en öll verkin bera sín nöfn og séreinkenni. Sum þeirra má rekja til íslenskra bókmennta og ævintýra en síðustu ár hefur hugur Hreins og listsköpun snúið að sígildum ævintýrum sem eru honum minnisstæð frá bernskuárum hans.

Verkin sem Hreinn sýnir á þessari sýningu eru eftirfarandi:
• Mjallhvít og dvergarnir sjö
• Rauðhetta og úlfurinn
• Dimmalimm kóngsdóttir, svanurinn og Pétur kóngssonur
• Tumi smaladrengur (Hann Tumi fer á fætur við fyrsta hanagal…)
• Hrúturinn Hreinn
• Hundurinn Snati

Efniviðurinn sem Hreinn notar við listsköpun sína er meðal annars: Timbur, málning, tölur, hnappar, reipi, kaðall, vír og fleira. Einnig munir frá Hertex og margs konar skraut/skart og endurnýtanlegur efniviður (gamalt jólaskraut og barnaleikföng).

„Það er draumur hvers manns að skapa og miðla með öðrum. Tréskúlptúrarnir/stytturnar sem ég bý til eru leið mín til að gefa af mér og síðast en ekki síst vegna þess að ég fyllist orku og gleði þegar ný hugmynd fæðist og verður að veruleika í verki. Allt sköpunarferlið er í mínum huga ævintýri líkast þar sem allt getur gerst og ekkert er ómögulegt. Að skapa ákveðið verk krefst mikils tíma, nálægðar og opins huga eins og hjá barni sem leikur sér. Ég nýt þess að leika mér!“

Verið velkomin!

www.akureyri.is/amtsbokasafn

 
Alskýjað NNV NNV 3m / s
  • Innsíða 2016 - Eyrin

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann