Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Deiglan: Hinsta brot Norðurslóða - gjörningur
22. apríl 2018 kl. 16:00 - 22. apríl 2018 kl. 00:00
Hinsta brot Norðurslóða
Gjörningur í Deiglunni á Degi Jarðar
Nemendur í Heimskautarétt við Háskólann á Akureyri munu túlka sinn skilning á ástandinu á Norðurslóðum og sýna gjörning í Deiglunni kl. 16, sunnudaginn 22. apríl, Degi Jarðar.
⹂Við erum Norðurslóðir. Við erum öll íbúar Norðurslóða: Norðurslóðir eru nauðsynlegar fyrir afkomu mannkyns. Norðurslóðir hafa mikilvæg skilaboð til okkar og listin er besti miðillinn til að koma skilaboðunum áfram. Við viljum hafa áhrif með listinni og við bjóðum þér að fylgjast með og vera með” segir hópurinn í tilkynningu sinni.
Gjörningurinn sem er kallaður ‘Hinsta brot Norðurslóða’ leggur áherslu á vandamálin sem hlýnun Jarðar og loftlagsbreytingar eru og valda skaða á þessu viðkvæma svæði mun hraðar en annarsstaðar í heiminum. Það sem gerist á Norðurslóðum mun ekki haldast á Norðurslóðum því við öll, hvar sem við búum, erum undir því komin. Við tengjumst öll því sem eftir er af Norðurslóðum, allt til hins hinsta brots Norðurslóða.
Nemendurnir eru: Valeriya Posmitnaya, Daniela Toma, Danforth Oghigian, Apostolos Tsiouvalas, Carla Albrecht
Myndbandsefni eftir Evangelos Anagnostou.
Nánari upplýsingar veitir Valeriya, leraposmitnaya@gmail. com eða í síma 760-6062
Leit
Svæði

