Viðburður

Information on Akureyri, North Iceland. Some of the attractions are the nothern lights, Grímsey Island and Hrísey Island, nature, waterfalls, skiing, ski

Viðburður

Deiglan: Myndlistarsýning - Marika Tomu Kaipainen “Biophilia in us, let’s keep in touch with nature”

29. apríl 2018 kl. 14:00 - 29. apríl 2018 kl. 17:00

Biophilia in us, let's keep in touch with nature

Myndlistarsýning

Verið velkomin á opnun “Biophilia in us, let’s keep in touch with nature” hjá gestalistamanni Gilfélagsins, Marika Tomu Kaipainen í Deiglunni á laugardaginn, 28. Apríl kl. 14 – 17. Einnig opið á sunnudag kl. 14 – 17. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Marika segir þetta um viðburðinn:
Biophilia in us, let’s keep in touch with nature”  er listasmiðja og listviðburður sem fer fram í gegnum internetið og samfélagsmiðja með áhrifum frá nátturu og listamannsins. Tilgangur bæði listasmiðjunar og viðburðarins er að bjóða upp á gagnvirkni og samskipti við náttúruna. Ég mun sýna þátttökuperformans, innsetningu, beina útsendingu og skrásetningu.

Listasmiðjan mín og viðburðurinn er stutt rannsókn um hvernig listamaðurinn getur átt samskipti við áhorfandann í gegnum listaverk og hvernig verkið umbreytist og verður raunverulegt í gegnum þátttöku og sameiginlega upplifun. Ég er að vinna að samvinnulistaverkum þar sem áhorfandinn verður partur af listaverkinu í gegnum fjarlæg en bein samskipti við mig. Samskipti og fagurfræðilegar upplifanir eru, að mínu mati, hluti af grunnþörfum mannsins. Við lifnum við í gegnum reynsluna. Líkaminn og heilinn fá meðferð og læknun frá jákvæðum upplifunum og þessum upplifunum er aldrei ofaukið. Minnistæðar, listmiðaðar fjölskynjunarsamskipti bjóða einmitt upp á þetta.

Kjarni myndlistarinnar minnar felst í samskiptum, mismunandi ástandi sköpunar, jákvæðri upplifun á lífinu og með þessu öllu reyni ég að gera nærliggjandi umhverfi að betri stað. Verkin mín myndast með fjölskynjunarreynslu, samvinnu og ferlisdrifinni sköpun og samskiptum. Ætlun mín er að gefa áhrifin af biophiliu reynslu. Upplifunin um hvernig er hægt að sjá og vera partur af því hvað er í rauninni að gerast í kringum þig og hvernig er hægt að upplifa náttúruna með fjölskynjun ásamt því að eiga gott samband við náttúruna og hamingjuna.

Ég vil auka þessa nútímatengingu okkar við náttúruna og koma henni aftur nær biophiliu. Biophiliaþýðir “ást til lífs eða lífskerfa”. Hugtakið Philia eða vinátta vekur hugmyndina um gagnkvæmi og hvernig vinátta er gagnleg fyrir báða aðila á meira en einn hátt, en sérstaklega þegar kemur að hamingju. Okkar tími á Jörðinni þarfnast slíkrar vináttu gagnvart náttúrunni

Markmiðið er að byggja upp samskipti og samverkan í gegnum list og náttúru með því að reika um landið og kvik- og ljósmynda hugmyndirnar mínar og umhverfi sem ég deili svo á netinu og samskiptamiðlum. Á sýningunni er samansafn af þessari myndrænu skrásetningu og samskiptum í gegnum samskiptamiðla. Ég hef áhuga á að tengjast nærsamfélaginu hér, þannig virkar listin mín.

Um listamanninn:

Marika Tomu Kaipainen (f.1972) er hugmynda-, félags-, og samfélagslistamaður, myndlistakennari og listþerapisti frá Helsinki í Finnlandi. Hún hlaut Master í Fagurlistum frá Art Institute Satakunta University of Applied Sciences í Finnlandi árið 2017. Meistararitgerðin hennar hét Mynda- og litabók lífs míns með öllum innihaldsefnum. Hún er líka með mastersgráðu í mannfræðum við Humak University of Applied Sciences í Helsinki frá 2012. Meistararannsóknin hennar þaðan fjallaði um matarlist við skynjunarlistasmiðju.

www.listagil.is

 
Alskýjað NNV NNV 3m / s
  • Innsíða 2016 - Eyrin

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann