Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Eiríkur Arnar Magnússon - Turnar í Listasafninu á Akureyri
28. desember 2019 kl. 12:00 - 28. desember 2019 kl. 17:00
Eiríkur Arnar Magnússon
Turnar
Salur 06
31. ágúst 2019 - 9. ágúst 2020
Eiríkur Arnar Magnússon (f. 1975) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Hann á að baki fimm einkasýningar og hefur tekið þátt í 13 samsýningum á Íslandi, Eistlandi og Portúgal. Einnig hefur hann unnið sem sýningastjóri.
Eiríkur hefur aðallega fengist við fígúratíf málverk en einnig unnið með bókverk og bækur sem efnivið. Þar hefur hann meðal annars leitast við að upphefja gamalt handbragð og gefa því nýjan tilgang í formi skúlptúr-bókverka.
Á bókverkasýningu sinni, Bækr voru, sagði hann um verkin: „Ég vildi gefa verkunum fornt yfirbragð og göfga hverfult handbragðið sem maðurinn hefur notað í aldanna rás og byggja því musteri. Bókaturnarnir standa naktir og leyndardómur handverksins, öllum til sýnis.“
Leit
Svæði

