Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Hof: Stórval í 110 ár
14. ágúst 2018
Á myndlistarsýningunni Stórval í 110 ár eru til sýnis verk eftir listamanninn Stefán V. Jónsson, betur þekktum undir listamannsnafni hans, Stórval.
Sýningin er haldin í tilefni þess að þann 24. júní 2018 er 110 ár eru liðin frá fæðingu þessa sérkennilega listamanns. Verkin á sýningunni eru flest í eigu afkomenda Stefáns sem jafnframt eru aðstandendur sýningarinnar.
Stefán V. Jónsson var einstakur maður. Í myndlistinni er hann þekktur fyrir sérstakan og naívískan stíl og uppáhalds viðfangsefnið hans var fjallið Herðubreið.
Sýningin, sem er hluti af Listasumri á Akureyri, er haldin af Tinnu Stefánsdóttur langafabarni Stefáns í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar. Opnun sýningarinnar fer fram á fæðingardegi listamannsins að lokinni setningu Listasumars þann 24. júni kl. 15:00
Sýningin stendur yfir til 25.ágúst og er opin alla daga í sumar.
Leit
Svæði

