Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Leikfangasafnið opið
1. júní 2018 kl. 13:00 - 1. júní 2018 kl. 17:00
Þann 11.júlí 2010 var opnuð sýning í Friðbjarnarhúsi á leikföngum í eigu Guðbjargar Ringsted með aðstoð Akureyrarstofu og Minjasafnsins. Guðbjörg hefur safnað leikföngum markvisst í um 25 ár í þeim tilgangi að koma upp Leikfangasafni. Elsta leikfangið er brúða með postulínshöfuð frá 1880-90. Hér kannast allir við eitthvað frá sinni æsku , en margir sjá leikföng sem þeir hafa aldrei séð áður. Akureyrarstofa styrkir sýninguna með húsnæðinu.
Frá 1. júní til 31. ágúst 2018 verður sýning á handavinnu frá barnaskólaárunum og ætli elsti hluturinn sé ekki um 70 ára en sá yngsti 6 ára. Sýning þessi er í einu herbergja Friðbjarnarhúss en gömlu góðu leikföngin fylla öll hin herbergin. Verið velkomin!
Utan opnunartíma er hægt að panta skoðun í síma 8634531.
Leit
Svæði

