Viðburður

Information on Akureyri, North Iceland. Some of the attractions are the nothern lights, Grímsey Island and Hrísey Island, nature, waterfalls, skiing, ski

Viðburður

Listasafnið á Akureyri: Síðasti séns - Útskriftarsýning VMA

24. apríl 2018

Laugardaginn 21. apríl kl. 15 verður opnuð sýning á lokaverkefnum nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Síðasti séns, í Listasafninu, Ketilhúsi.

Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er fjórða árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Við undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst.

Á sýningunni má sjá afrakstur lokaverkefnisáfanga nemenda á textíl- og myndlistarlínu listnámsbrautarinnar. Við undirbúning sýningarinnar velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning og þekkingu sína á þeim sem þau hafa áður kynnst.

Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem frumkvæði, hugmyndaauðgi og öguð vinnubrögð eru lögð til grundvallar.

Síðasti séns er heiti sýningarinnar sem opnar í Listasafninu , Ketilhúsi, laugardaginn 21. apríl klukkan 15:00 og stendur hún til 29. apríl og er opin alla daga nema mánudag kl. 12-17.

Nemendur hönnunar og textíllínu:
Diljá Tara Pálsdóttir
Fönn Hallsdóttir
Guðrún Borghildur Eyfjörð Ásgeirsdóttir
Salka Heimisdóttir
Sara Katrín D’Mello

Nemendur myndlistarlínu:
Alexandra Guðný Berglind Haraldsdóttir
Ása María Skúladóttir
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Guðrún Brynjólfsdóttir
Heimir Sindri Þorláksson
Kristján Breki Björnsson
Kristján Loftur Jónsson
Magnea Rut G.
Maj-Britt Anna Bjarkardóttir
Máni Bansong Kristinsson
Maríanna Ósk Mikaelsdóttir
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir
Patrekur Örn Kristinsson
Patryk Kotowski
Piotr Maciej Kotowski
Þorbergur Erlendsson

 
Alskýjað NNV NNV 3m / s
  • Innsíða 2016 - loftmynd skemmtiferðaskip

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann