Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Listasumar: ARTMONEY NORD með sýningu á Amtsbókasafninu
3. september 2018 kl. 10:00 - 3. september 2018 kl. 19:00
10. ágúst - 7. september verður hópur listamanna sem kallar sig ARTMONEY NORD með sýningu á Amtsbókasafninu.
Hópurinn ARTMONEY NORD hefur það að markmiði að vekja athygli á listapeningum (artmoney) í Norðri.
Verkefnið er alþjóðlegt og koma þátttakendur frá Finnlandi, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Grænlandi og Íslandi.
Einn listapeningur er peningaseðill af stærðinni 18x22 sem skapaður hefur verið af skráðum Artmoney-listamanni. Verðgildi hvers seðils jafngildir 200 dönskum krónum eða 3.370 ISK. Hægt er að nota listapeninga sem gjaldmiðil við kaup á listverkum hjá ýmsum skráðum Artmoney-listamönnum og í gallerýjum víða um heim.
Á sýningunni verða til sýnis allskyns seðlar sem þátttaendur ARTMONEY NORD hafa skapað auk þess sem hægt verður að fræðast um verkefnið.
Verið velkomin!
Athugið að Amtsbókasafnið er lokað á sunnudögum!
Sjá reglurnar sjö um Artmoney hér : http://artmoney.org/about/the7rules
Sjá meira um verkefnið hér: https://artmoneynord.wordpress.com/
Listi yfir þátttakendur: https://artmoneynord.wordpress.com/artists/
Leit
Svæði

