Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Ljósmyndasýningin "Konungsheimsóknir 1874-1938" á Glerártorgi
23. nóvember 2018
Konungsheimsóknir 1874-1938
Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands býður Danska sendiráðið upp á ljósmyndasýningu á Glerártorgi. Myndirnar eru frá konungsheimsóknum Dana til Íslands á árabilinu 1874 til 1938.
Þá verða og á sýningunni myndir frá því að danska varðskipið Vædderen flutti fyrstu handritin aftur til Íslands árið 1971.
Sýningin stendur frá 10. til og með 24. nóvember og eru allir hjartanlega velkomnir.
Ljósmyndasýningin er haldin í samstarfi við Akureyrarstofu og Glerártorg.
Leit
Svæði

