Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Myndlistarsýning Cheng Yin Ngan í Deiglunni
30. desember 2018
Verið velkomin á opnun Mami I wanna hug hug!!!!!, sýningar gestalistamanns Gilfélagsins í desembermánuði, Cheng Yin Ngan, í Deiglunni á föstudaginn kl. 20:00. Sýningin er einnig opin kl. 12 - 17 laugardag og sunnudag kl. 12 - 17. Léttar veitingar í boði.
Cheng Yin Ngan er fædd í Hong Kong árið 1995 og útskrifaðist úr myndlist í Hong Kong Baptist Háskólanum 2017. Cheng er myndlistarmaður sem notar teikningu og málun til að túlka lífið og náttúru. Hún reynir að finna möguleika málverksins í gegnum ýmsa miðla, s.s. ljósmyndun og gjörninga, að sameina tenginguna milli málverksins og líkamans, málverksins og hlutarins, málverksins og rýmisins, málverksins og ljóðsins, ásamt því að spyrja "Hvað er málverk?"
Cheng býr við hliðina á síðustu skipasmíðastöð Hong Kong. Hún vinnur með myndlíkingar þar sem hún ber saman ferð skipsins við líf mannsins; þar sem við lifum í vef brottfara, ferða, leitunar, löngunar og komu. Akureyri, með ánni og bryggjunni svipar til heimaborgar sinnar, en menningin og sagan er allt önnur.
Leit
Svæði

