Viðburður

Information on Akureyri, North Iceland. Some of the attractions are the nothern lights, Grímsey Island and Hrísey Island, nature, waterfalls, skiing, ski

Viðburður

Oddhvassir blýantar - skopmyndasýning í Háskólanum á Akureyri

1. febrúar 2019

Velkomin á opnun alþjóðlegrar skopmyndasýningar um kvenréttindi og málfrelsi í bókasafni Háskólans á Akureyri, 31. janúar kl. 16, í boði Kvenréttindafélags Íslands, sendiherra Frakklands á Íslandi, Jafnréttisstofu og Háskólans á Akureyri. Léttar veitingar í boði og öll velkomin.

Sýningin Oddhvassir blýantar var gerð í kjölfar #MeToo byltingarinnar af frönsku samtökunum Le Crayon sem upphaflega voru stofnuð til að vernda og myndlýsa málfrelsi, í samstarfi við France-Cartoons – samtök franskra skopmyndateiknara og alþjóðlegu teiknimyndahátíðina L’Estaque.

Höfundar skopmyndanna eru teiknarar sem starfa út um allan heim, sumir hverjir í löndum þar sem list þeirra leggur frelsi þeirra að veði. Í Gerðubergi má finna myndir frá listamönnum frá Bandaríkjunum, Bangladess, Barein, Belgíu, Bretlandi, Búrkína Fasó, Egyptalandi, Frakklandi, Gabon, Hollandi, Indlandi, Íran, Ísrael, Kanada, Kína, Kólumbíu, Kúbu, Mexíkó, Níkaragva, Sviss, Sýrlandi, Tyrklandi og Úsbekistan.

Á sýningunni velta skopmyndahöfundar fyrir sér stöðu kvenna, kvenréttindum og #MeToo, hver með sínum hætti. Myndirnar á sýningunni eru allt í senn bráðfyndnar, fallegar, skelfilegar, óborganlegar og hræðilegar. Myndirnar eru vitnisburður um að penninn er máttugri en sverðið.

Að sýningunni standa Kvenréttindafélag Íslands og franska sendiráðið. Sýningin er opin frá 31. janúar til 26. febrúar. Ókeypis aðgangur.

Viðburðurinn á Facebook

 
SSA SSA 2m / s 1.9°
  • Innsíða 2017 vetur - kirkja

Lonely planet

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann