Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Örn Ingi - Lífið er LEIK-fimi á Listasafninu á Akureyri
19. desember 2018 kl. 12:00 - 19. desember 2018 kl. 17:00
Örn Ingi Gíslason
Lífið er LEIK-fimi
3. nóvember 2018 - 27. janúar 2019
Yfirlitssýningin Lífið er LEIK-fimi lýsir listheimi Arnar Inga (1945-2017) í hnotskurn. Hin sífellda leit og tilraunir með myndmálið einkenna verk hans allt frá upphafi ferilsins 1970. Það á við, hvort sem hann vann málverk, gjörninga, skúlptúra eða innsetningar. Listin var honum farvegur í leit svara við spurningum eins og Hver er ég – í samfélagi við aðra og náttúru? Erum við leikin í lífsins leik? Komum við fram af heilindum? Að baki leiksins býr ávallt alvara.
Hin margvíslegu verk á sýningunni kallast hvert á við annað og í gegnum þau kynnast gestirnir listamanninum. Þeir eru hvattir til samræðna, til að taka afstöðu, gerast virkir þátttakendur í listinni og til að endurmeta. Örn Ingi fór ekki troðnar slóðir, heldur ruddi brautir. Hann var sjálfmenntaður myndlistarmaður og varð áhrifavaldur sem kennari.
Sýningarstjórar: Halldóra Arnardóttir og Javier Sánchez Merina
Leit
Svæði

