Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Safnasafnið 2018
17. júní 2018 kl. 10:00 - 17. júní 2018 kl. 17:00
11 nýjar sýningar í Safnasafninu í samstarfi við myndlistarmenn, Listasafn Reykjavíkur, Grenivíkurskóla, Leikskólann Álfaborg og Valsárskóla á Svalbarðseyri. Sýningarnar eru styrktar af 100 ára afmæli Fullveldis Íslands, Myndlistarsjóði Íslands, Safnasjóði Íslands, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Öryrkjabandalagi Íslands. Ein sýning er sett upp í tengslum við Evrópska menningararfsárið og fjórar sýningar kynntar í tengslum við hátíðina List án landamæra.
Aðgengi er gott í safninu og lyfta á milli hæða.
Safnasafnið verður opið frá kl. 10.00 til 17.00 alla daga til 9. september. Þann dag verður efnt til málþings um þróun íslenskrar alþýðulistar og stöðu hennar í dag, dagskráin verður auglýst síðar
Leit
Svæði

