Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Sólarmusterið, Finnastaðir: Sögustund með Sólarljósinu fyrir börn
18. júlí 2018 kl. 10:00 - 18. júlí 2018 kl. 12:00
Sigga Sólarljós býður börnum að koma í indíánatjaldið og fræðast og heyra um sögur af indíánum, menningu og siðum, um náttúruna, blómin, álfana, tröllin og margt fleira,
Förum í gönguferðir og skoðum jurtir og steina
Hvað jurtir eru ætar og hverjar ekki.
Klæðumst eftir veðri:
Verð: 1000,- isk pr barn
systkinafsláttur
2 = 1500
3= 2000.
yngri börn velkomin í fylgd foreldra.
nánari upplýsingar hjá Sólarljósinu á Facebook eða í tölvupósti solarmusterid@gmail.com
Um Sigríði Ásný Sólarljós.
Sigríður er móðir 4 barna og á 4 barnabörn og er næstelst af 7 systkina hóp og má því segja að hún hafi verið umkringd börnum allt sitt líf. Hún er nánast hálfrar aldrar gömul og síðustu ár hefur hún starfað í afleysingum bæði í þrifum og frístund hjá Hrafnagilsskóla og einnig í þrifum hjá Leikskólanum Krummakoti. ásamt því að sinna störfum seiðkonunnar og landbúnaðarstörfum.
Sigga Sólarljós eins og börnin kalla hana er náttúrubarn og seiðkona, henni finnst gaman að fræða í gegnum sögur og upplifun.
Leit
Svæði

