Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Sýningin "Brot úr línu" í Verksmiðjunni á Hjalteyri
15. nóvember 2018
Listamenn/Artistes: Þorgerður Þórhallsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason
Sýningarstjórar/Curators: Sigurður Guðjónsson, Gústav Geir Bollason
Texti/Text: Jóhannes Dagsson
Verksmiðjan á Hjalteyri, 03.11 – 25.11 2018 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig: https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri/
Sýningin Brot úr línu opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri í Nóvember. Á sýningunni eru vídeóverk eftir fjóra unga listamenn; Þorgerði Þórhallsdóttir, Bjarna Þór Pétursson, Hlyn Pálmason og Þorbjörgu Jónsdóttir. Listamennirnir eiga það sammerkt að taka sér stöðu á mörkum kvikmyndarinnar og vídeó miðilsins í verkum sínum. Þau sækja áhrif og úrlausnir í báðar þessar greinar og úr verður nýr og spennandi frásagnarmáti, sem einkennist af sterkri fagurfræði, leik með tæknilegar eigindir miðilsins og með sýningarrýmið í framsetningu verkanna. Verksmiðjan aflvæðist á ný, með ljósi og hljóði og rými verkanna hverfist saman við rými sýningarstaðarins. Í Brot úr línu er hráefnið ljós. Ljósið er ekki aðeins miðill fyrir myndina sem það ber á flötinn, heldur hráefni í sjálfu sér. Það er hráefni í sama skilningi og vísanir, minni, hugmyndir og harður diskur. Hrátt rými verksmiðjunnar er ílát fyrir þetta efni, það geymir það vel, sérstaklega svona innrammað í nóvembermyrkrið. Rými verkanna verður líkamlegt og birtan áþreifanleg. Hér renna saman vísanir í söguna, villur eyðimerkurinnar og leikur barnsins.
Leit
Svæði

