Gallsteinar afa GissaViðburður

Information on Akureyri, North Iceland. Some of the attractions are the nothern lights, Grímsey Island and Hrísey Island, nature, waterfalls, skiing, ski

Viðburður

Gallsteinar afa Gissa

20. apríl 2019 kl. 16:00 - 20. apríl 2019 kl. 00:00

Yfirnáttúrulegur og fjörugur barna- og fjölskyldusöngleikur með fáránlegri atburðarás sem gæti gerst í öðru hverju húsi á Akureyri.

Torfi og Gríma búa við fyrstu sýn á ósköp venjulegu heimili, en ekki er allt sem sýnist. Mamma þeirra er stjórnsamur skipanaforingi. Pabbinn er viðutan vinnusjúklingur. Bróðirinn er ótemjandi unglingaskrímsli. Systkinin, Torfa og Grímu, dreymir um afslappað heimilislíf, gæludýr og gotterí. Þau hafa fengið nóg af hollustufæði, hreingerningum og skipunum. Þau langar að flytja til afa Gissa, sem er síkátur sjóari á farskipum. Þar væru þau hamingjusöm. En skyndilega fær afi Gissi gallsteinakast sem hefur afdrifaríkar afleiðingar fyrir Torfa og Grímu og fjölskylduna að Sólblómavöllum sautján.

 

Geta óskir verið hættulegar? Geta gallsteinar látið fólk hverfa sporlaust? Eru kókosbollur mikilvægur morgunverður? Er gott að allar óskir rætist? 

 

Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir 

Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir 

Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson 

Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir 

Söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson

Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson 

Leikarar: Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, Karl Ágúst Úlfsson, María Pálsdóttir, Margrét Sverrisdóttir o.fl. 

 

Opnar leik- og söngprufur fyrir börn verða haldnar 20.?25. september næstkomandi. Leitað er að hæfileikaríkum börnum á aldrinum 9?12 ára til að fara með aðahlutverk í söngleiknum. Skráning hefst í byrjun september. Nánar auglýst síðar.

 

 
Alskýjað NNV NNV 3m / s
  • Innsíða 2016 - Leirutjörn

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann