Myndlistarsýning - Habbý Ósk í HofiViðburður

Information on Akureyri, North Iceland. Some of the attractions are the nothern lights, Grímsey Island and Hrísey Island, nature, waterfalls, skiing, ski

Viðburður

Myndlistarsýning - Habbý Ósk í Hofi

31. janúar 2019
Myndlistarkonan Habbý Ósk opnar sýningu sína í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 15. desember. 

Habbý er fædd og uppalin á Akureyri en býr og starfar sem myndlistarkona í New York þar sem hún gerir það gott. Í listinni vinnur hún með ýmsa miðla og blandar þeim gjarnan saman í verkum sínum, til að mynda með samspili skúlptúra og ljósmynda af þeim. Hún vinnur með þemu líkt og varanleika, jafnvægi, tíma, þyngdarafl, hreyfingu og andhverfur þeirra. Habbý útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York 2009 og bachelorgráðu í myndlist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum, tekið þátt í samsýningum víðsvegar um heiminn og gestavinnustofum. 

Opnun sýningar Habbýar hefst klukkan 16 og eru allir velkomnir en sýningin stendur til 10. febrúar 2019. Léttar veitingar.

 

www.mak.is

 
Alskýjað NNV NNV 3m / s
  • Innsíða 2016 - Leirutjörn

Lonely planet         

Visitakureyri.is

Akureyrarstofa
Rósenborg, Skólastíg 2
600 Akureyri
Sími 450 1050
Kennitala 410169-6229
akureyrarstofa (hjá) akureyri.is

Lestu um Akureyri á

Við erum á Facebook

Vakinn Quality - certified travel serviceFacebookÞú getur líka fylgst með okkur á Fésbókinni. Alltaf eitthvað að gerast á Akureyri, ekki missa af neinu.

Skráðu þig á póstlistann