Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Norðurslóðasetrið opið
15. apríl 2019 kl. 11:00 - 15. apríl 2019 kl. 18:00
Norðurslóð er samansafn ellefu áhugaverðra sýninga sem fjalla um sögu Norðursins í máli og myndum. Sýningarnar leiða gestinn í gegnum ýmis tímabil í sögu Norðursins og taka fyrir margvísleg áhugaverð viðfangsefni, svo sem landnám Íslands, dýralíf á Norðurslóðum, handverk og strandlíf svo fátt eitt sé nefnt.
Sýningarnar gefa gestinum kost á að upplifa veröld fyrri tíma með gagnvirkum og lifandi hætti en lögð er áhersla á fjölbreytt og fræðandi efni. Viðfangsefnin eru sett fram með margvíslegum hætti eins og með útstillingum, myndböndum, texta og ýmsum merkilegum gripum sem safnað hefur verið saman.
Opið virka daga frá 11.00-18.00 og um helgar frá 11.00-17.00
Leit
Svæði

