Skráðu þig á póstlistann
Flýtilyklar
Viðburður
Tónlistarfélag Akureyrar 75 ára-einleikur á píanó
28. janúar 2018 kl. 15:00
Alexander Smári Kristjánsson Edelstein er ungur píanóleikari sem útskrifaðist frá Tónlistarskólanum á Akureyri síðasta vor. Hann hefur nú þegar getið sér gott orð fyrir næma túlkun og mikla færni á krefjandi verkefnum píanóbókmenntanna. Hann hefur hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir flutning sinn, t.d. Í Nótunni, uppskeruhátíð Tónlistarskólanna og í píanókeppni Epta. Að þessu sinni flytur hann fjölbreytta efnisskrá eftir Bach, Mozart, Brahms, Chopin, Rachmaninoff og einnig frumflytur hann verk eftir sjálfan sig.
Leit
Svæði

