Til baka

Súpufundur 9. apríl

Sæl öll,

Næsti súpufundur ferðaþjónustunnar verður haldinn, þriðjudaginn 19. mars kl. 11.30 - 13.00
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2.hæð.
Boðið upp á matarmiklasúpu, salat, kaffi & súkkulaði á kr. 2000 sem greiðist á staðnum.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 18. mars hér fyrir neðan.

DAGSKRÁ:

11.30   Matur framreiddur og borðað meðan á kynningu og umræðum stendur
11.45   Staðan í flugmálum
Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri flugklasans, Markaðsstofa Norðurlands 
12.15 Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu - fyrir hvern?
Farið yfir hvernig öryggisáætlanir eru uppbyggðar, hvar hægt sé að finna leiðbeiningar og hjálparefni og hlutverk Ferðamálastofu í tengslum við eftirlit.
Hólmgeir Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu
12.30 Nýjungar og hvað er fram undan á Skagafirði
Heba Guðmundsdóttir og Sigfús Ólafur Guðmundsson, verkefnastjórar í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði
Svanhildur Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá 1238 - The Battle of Iceland
12.50 Art Ak Travel kynning á ferðum og vistvænni ferðaþjónustu
Þóra Karlsdóttir, framkvæmdastjóri
13.00   Fundarlok

Fundarstjóri: Ragnar Hólm Ragnarsson, verkefnastjóri Akureyrarstofu.

Stefnt er að næsta súpufundi 9.apríl. Óskir um efni inn á fundina má senda á mariat@akureyri.is

Skráðu nöfn þátttakenda á fundinum með kommu á milli.
captcha