Til baka

Hjólaleiðir, Hjólaferðir og leiga á reiðhjólum

Á Akureyri er að finna frábærar aðstæður til hjólreiða. Auðvelt er að finna hjólaleiðir í bænum, bæjarlandinu og svæðunum sem umlykja Akureyri.

Í Kjarnaskógi, sunnan Akureyrar er að finna fjölmarga hjólastíga- og leiðir sem eru sérhannaðir fyrir fjallahjólamennsku.

Frekari upplýsingar um hjólaleiðir, kort o.fl. eru að finna á vefsvæði Hjólareiðafélags Akureyrar

Hægt er að fara í skipulagðar hjólaferðir á vegum Sportvers/Akureyri Activities.

 


Skjaldarvík hjólaleiga

Skjaldarvík
601 Akureyri
Sími: +354 552 5200 / +354 895 5200
Netfang: skjaldarvik@skjaldarvik.is
Heimasíða: www.skaldavik.is

Skjaldavík er í um 15 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri. Ferðaþjónustan í Skjaldarvík bíður upp á reiðhjólaleigu þar sem hægt er að sækja reiðhjól eða fá þau send til Akureyrar gegn gjaldi.

Nokkrar stærðir hjóla eru í boði.

Verð (2018)

  • Hálfur dagur (4 tímar) - ISK 2.200 - bóka hér
  • Heill dagur, allt að 24 klst - ISK 3.500 - bóka hér
  • Tveir dagar - ISK 2.900 á dag
  • Þrír dagar+ - ISK 2.500 á dag
  • Fjölskylduafsláttur (vinsamlega spyrjið)
  • Hjólin afhent á Akureyri (hótel eða íbúðir) - ISK 2000.-

 


 

Sportsver / Akureyri Activities

Sportsver, Glératorg
IS- 600 Akureyri
Email: info@akureyriactivities.is
Webpage: www.akureyriactivities.is

Akureyri Activities er hópur vina sem hefur unun af hjólreiðum. Allir hjá fyrirtækinu eru hjólreiðamenn sem búa á svæðinu og hafa
kannað
 hina ýmsu stíga og leiðir árum saman auk þess að hafa tekið þátt í að leggja nýjar leiðir.

Góð staðkunnátta leiðsögumanna fyrirtækisins gerir gestum kleift að dvelja fleiri daga á svæðinu og sífellt upplifa nýja staði og spara tíma við að finna réttu leiðirnar eða rétta búnaðinn.

Í öllum ferðum eru leiðsögumennirnir með varahluta-bakpoka meðferðis og öðru slíku semtil þarf til að ráðast í minniháttar viðgerðir ásamt fyrstu-hjálpar kassa fyrir smávægileg slys.