Til baka

Gistiheimilið Skjaldarvík

Gistiheimilið Skjaldarvík
Skjaldarvík
IS-601 Akureyri
Sími 552 5200 / 895 5200
Netfang: skjaldarvik@skjaldarvik
Vefsíða: skjaldarvik.is

Skjaldarvík er 5 km frá Akureyri. Þar er boðið upp á gistingu í 27 fallega búnum herbergjum með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu,  morgunverður er innifalinn. Herbergin eru eins til fjögurra manna. Góð rúm eru í öllum herbergjum, þægilegir svefnsófar í þriggja til fjögurra manna herbergjum. Mjög gott aðgengi fyrir fatlaða er um allt hús.
Boðið er uppá kvöldverð yfir sumartíman. Fyrir hópa er boðið uppá mat á öðrum tímum sé þess óskað.

Í austurálmu er notaleg setustofa og bar með sjónvarpi, bókasafni og spilum. Í bakgarði eru svo heiti potturinn en hvergi er betra að láta líða úr sér eftir góðan dag. Á lóðinni er notalegur trjálundur þar sem gestir og gangandi geta tyllt sér niður með kaffibolla, morgunverðinn eða bara lagst í hengirúmið og látið sig dreyma.

Hestaleiga er einnig starfrækt í Skjaldarvík og frábærar reiðleiðir eru í næsta nágrenni. Í sveitinni eru dýr og þannig er það að sjálfsögðu hér, hestarnir okkar eru hér allt í kring og í góðu lagi að lauma brauðsneið í vasann og fara að færa ferfætlingunum. Tíkin Nótt er á verði og Dagur hvolpurinn okkar heldur að hann geti hjálpað, en þau kunna samt ekkert að bregðast við óboðnum gestum, því það eru allir velkomnir. Kanínurnar þykjast ekkert þurfa að gera annað en að éta og hænurnar vappa um allt. Verslunin okkar býður upp á skemmtilegt úrval af íslenskri vöru og hönnun sem mest er búin til hér í Skjaldarvík en best er að kynna sér hana á staðnum.
Opið allt árið. 

 

Nánari upplýsingar

Netfang: skjaldarvik@skjaldarvik
Vefsíða: skjaldarvik.is