Til baka

SUP - Róðrabretti

Paddle North iceland
Sími: 696 4044
Netfang: pni@pni.is
Heimasíða: pni.is
 

Paddle North Iceland er ævintýrafyrirtæki sem sérhæfir sig í sjó– og vatnaferðum á róðrabrettum. Markmið okkar er að bjóða uppá ógleymanlega samverustund úti í stórbrotinni náttúru íslands. Ef þú ert ævintýragjarn/gjörn eða langar að gera eitthvað nýtt og spennandi þá ættir þú að hafa samband við okkur. Við tökum við einstaklingum og hópum. Sérsníðum ferðir í kringum hópa ef þess er óskað. 

__________________________________

Venture North
Sími: 848 4190
 
Venture North er ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í Stand Up Paddleboard róðrabrettum. Boðið er upp á fastar ferðir yfir sumarið í SUP kennslu, SUP Jóga og lengri róðrarferðir auk þess sem hægt er að bóka sérferðir af ýmsum toga fyrir hópa allt að 10 manns. Tilvalið fyrir hópefli, óvissuferðir, vinahópa ofl. Brottfarir frá Höpfnersbryggju við Siglingaklúbbinn Nökkva. Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði VentureNorth er á Facebook síðu @venturenorth.is