Til baka

Grundargata

Mynd af skiltinu / Picture of the sign

Íslenskur texti
English text

****

GRUNDARGATA

Grundargata blasir við. Þegar gatan fékk nafn árið 1900 var hún ekki annað en lítilfjörlegur götuslóði en á gatnamótunum stóðu mikilfenglegar byggingar. Hótel Oddeyri var ofan gatnamótanna (vinstra megin). Þar stofnaði Ólafur Jónsson til hótelrekstrar sem ekkja hans, Anna Tómasdóttir, tók yfir 1898 og jók um allan helming. Hótelið brann 1908. Anna hélt þó hótelrekstrinum áfram en flutti sig um set að Strandgötu 1. Hótellóðin stóð lengi auð eftir brunann og það var ekki fyrr en 1924 að Ólafur Ágústsson húsgagnameistari hófst handa við að byggja nýtt hús sem nú stendur og bakhús þar fyrir aftan fyrir trésmíðaverkstæði. Í bakhúsið flutti síðar fyrirtækið Samver sem sá um framleiðslu sjónvarpsþátta og auglýsinga og varð síðar hluti af bæjarsjónvarpinu Aksjón árið 2003 og N4 árið 2008.

Fyrir neðan gatnamótin í Havsteenshúsi, Strandgötu 35, bjó Oddeyrarkóngurinn. Hvalaskyttan og kaupmaðurinn Jakob V. Havsteen.  Þangað var sauðfé bænda rekið og slátrað baka til. Fyrsta Áfengisverslun ríkisins á Akureyri opnaði i kjallara hússins árið 1922. Í seinni heimsstyrjöldinni var húsið leigt bresku hernámsliði og kallaðist þá um skeið Norges Hus enda aðallega haft til afþreyingar norskum hermönnum. Eftir stríðið hefur húsið gegnt hlutverki sem  íbúðarhús.

Myndatexti:
Oddeyri 1890. Næst á mynd er Ólafsbaukur sem seinna nefndist Hótel Oddeyri. Bæði húsin fremst á myndinni brunnu árið 1908, en næsta hús þar fyrir ofan stendur enn og er eitt elsta hús götunnar, Strandgata 27b, byggt 1877.

Sumarið 1925 var á Oddeyri haldin skemmtisamkoma til fjáröflunar gegn hinum mikla vágesti, berklum, sem ógnaði æsku bæjarins. Við enda Grundargötu var reist glæsilegt hlið að samkomuvellinum. Þar stóð ennfremur þessi áskorun: Styðjið Heilsugæslusjóð Norðurlands.

Havsteenshús (Strandgata 35) og brauðgerð Havsteens-verslunar (Strandgata 37) um 1905. Á myndinni sést Haversteen bryggjan sem sett var fram á vorin og tekin niður á haustin. Brauðgerðarhúsið var byggt 1899 en brann árið 1930.

Hótel Oddeyri árið 1906. Húsið var upphaflega byggt 1884 og nefndist þá Ólafsbaukur en stækkað og mikið breytt árið 1905 og var á þeim tíma eitt glæsilegasta hús Akureyrar. Þremur árum síðar brann hótelið til grunna. 

 

GRUNDARGATA - Hub of Activity

In 1900, Grundargata was a mere track. At its corner stood Hotel Oddeyri, seen to the left. On the founder's, death in 1898, his widow took over expanding the business by 50%. The hotel was destroyed by fire in 1908 and she moved the business to  Strandgata 1. The site stood vacant until 1924, when a furniture maker constructed a new building, with a workshop behind. Later, the workshop was taken over by the TV company Samver which in 2003 became part of the town television network. 

Below the crossroads, in Havsteenshús, Strandgata 35, lived  Jakob V. Havsteen, known as “The King of Oddeyri” who was  a harpoon gunner and merchant. Here, behind the house, sheep were brought for slaughter. Here, in 1922 the first state liquor store in Akureyri was opened. During WWII the house was let to British troops and was known as “The Norwegian House” as it was mostly used as a leisure centre for Norwegian soldiers.  Since the war, the building has been used as residential housing. 

Photo text 1: Oddeyri 1890. Nearest is Ólafsbaukur, later Hótel Oddeyri. Both houses in the foreground were destroyed by fire but the one above, Strandgata 27b, survived and still stands today. It is one of the oldest houses in the street. 

Photo text 2: In 1925, an event was held to raise money to fight tuberculosis which threatened many young people. A splendid entrance to the entertainments was constructed displaying the words “Support the Northern Health Fund”.

Photo text 3: Havsteenshús, Strandgata 35, store and bakery (Strandgata 37) around 1905. The picture shows Havsteen pier, used in summer and removed in autumn.  The bakery was built in 1899 and destroyed by fire in 1930.

Photo text 4: Hótel Oddeyri, 1906. Built in 1884 and named Ólafsbaukur it was enlarged and extensively renovated in 1905. It was considered the most elegant building in Akureyri. Three years later it was consumed by fire.