Háskólinn á Akureyri er kjörinn vettvangur fyrir fjölbreytta fundi og ráðstefnur. Í Háskólanum á Akureyri eru tuttugu misstórir fyrirlestrasalir og skólastofur. Þar af eru tveir stórir salir í kvikmyndahúsastíl með sæti fyrir allt að 80 manns hvor. Einnig er nútímalegur ráðstefnusalur sem rúmar á milli 300-500 manns í sæti. Tæknimenn háskólans veita tæknilega aðstoð fyrir fundi og ráðstefnur. Einnig er möguleiki á upptökum og streymi af fundum og ráðstefnum og háskólinn er með vélmenni sem hægt er að nýta fyrir þá sem komast ekki í eigin persónu. Háskólinn á Akureyri er með mötuneyti sem hentar vel fyrir ráðstefnugesti.
Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri – RHA, býður upp á þjónustu við skipulagningu ráðstefnu, funda eða þinga. Nánari upplýsingar eru veittar hjá RHA í síma 460 8900 eða með fyrirspurn á netfangið rha@unak.is og á heimasíðu RHA
..