Til baka

AcroJóga & Danssýning

AcroJóga & Danssýning

Hjónin Tinna Sif og Jacob Wood skapa saman ævintýralega upplifun fyrir gesti, seiðandi blöndu af Suður Amerískum dönsum og akróbatík.

Hjónin kynntust í rómantísku borginni Montreal í Kanada þar sem þau lögðu saman stund á nám í Acro Jóga til að öðlast kennararéttindi. Áður en þau kynntust höfðu þau ferðast víðsvegar um heiminn og lagt stund á ýmis konar hreyfingu, dans og listir. Eftir Montreal hafa þau ferðast saman um veröldina, búið hér og þar, kennt og lært, en hafa sl. 2 og ½ ár verið búsett á Akureyri.

Acro jóga er blanda af jóga og fimleikum þar sem tveir eða fleiri vinna saman að því að gera æfingar. Það geta bæði verið æfingar sem oft minna á dans og flæði eða meira slakandi æfingar sem samanstanda af nuddi og teygjum. Æfingarnar styrkja líkama og sál og eru frábær leið til þess að styrkja hæfileika okkar til þess að tjá okkur og hlusta á og vinna með öðrum.

Jacob og Tinna hafa lært latin dansa í Karabíska hafinu, Mið og Suður Ameríku bæði fyrir og eftir að þau kynntust.

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars og Listasafnsins á Akureyri

 

Hvenær
laugardagur, júlí 17
Klukkan
15:00-15:10
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar