Álfheiður Þórhallsdóttir (f. 1994) og er sjálfstætt starfandi textíllistamaður, búsett á Akureyri. Hún lauk stúdentsprófi af textílsviði listnámsbrautar VMA árið 2014 og BA námi í textílhönnun frá Arts University Bournemouth árið 2021. Hún vinnur mest með tufttækni (e. tufting), en nýtir sér einnig silkiþrykk og bútasaum til listsköpunar. Álfheiður sækir innblástur í nærumhverfi sitt, rýnir í liti og form sem rata svo inní listaverk hennar. Sjálfbærni er henni ofarlega í huga við listsköpun og mörg hennar verk gerð úr endurnýttum textílafgöngum. Álfheiður verður með sýna fyrstu sýningu í Deiglunni 15.-17.júlí á Listasumri.
Opnunartími auglýstur síðar.
Viðburðurinn er hluti af Listasumri.
Nánar um Gilfélagið HÉR