Til baka

Çağlar Tahiroğlu - Intertwined

Çağlar Tahiroğlu - Intertwined

Intertwined / Myndlistasýning
Çağlar Tahiroğlu
31. jan. kl. 19 - 22 / Opnunarhóf / Opening
1. feb. kl. 13 - 17
Deiglan, Akureyri

Caglar Tahiroglu mun sýna í Deiglunni afrakstur dvalar sinnar í gestavinnustofu Gilfélagsins og Lýðveldinu Kongó. Caglar var við Suður Kivu hérað í Lýðveldinu Kongó með MSF í mars til október 2019 til að aðstoða fórnarlömb ofbeldis og sjúklinga. Á þessum tíma skráði hún ótamda náttúru landsins sem er krefjandi mönnum og jafnvel lífshættuleg vegna sjúkdóma, samgönguvandamála og almennt öryggi. Á meðan Caglar dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins hefur hún verið að vinna áfram með þær ljósmyndir, myndbönd og hljóð sem hún tók upp á þessum tíma.

Caglar Tahiroglu er fransk/tyrkneskur myndlistarmaður sem vinnur þvert á miðla og stýrir verkefnum varðandi andlega heilsu hjá mannúðarsamtökum. Eftir að hafa klárað MSc í klínískri sálfræði og sálmeinafræði frá Háskólanum í Lyon árið 2011 tók hún viðfangsefnið með sér í myndlistina og hlaut MA í List & Vísindi (e. Art & Science) frá Central St. Martins í London árið 2018. Síðan þá hefur hún eytt tíma sínum jafnt á milli alþjóðlegra verkefna hjá Læknum án landamæra(MSF) og myndlistariðkun sinni.

Listaverk hennar rannsaka og fjalla um allt frá sálrænum áföllu til stjórmála- og samfélagslegra vandamála eins og átaka og nauðugar. Hún gerir tilraunir með margmiðlun, t.d. ljósmyndun, myndbandsverk, varpanir, texta og innsetningar.

Hvenær
31. janúar - 1. febrúar
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar

Föstudagur 31. jan. kl. 19 - 22 / Opnunarhóf / Opening
Laugardagur 1. feb. kl. 13 - 17

www.listagil.is