Til baka

Calamity

Calamity

Franska kvikmyndahátíðin á Akureyri 2023.

14. febrúar kl. 16.30 - Amtsbókasafnið á Akureyri
Calamity

Engin skráning, bara mæta
Aðalhlutverk: Salomé Boulven, Alexandra Lamy, Alexis Tomassian.
Leikstjórn: Rémi Chayé
Stikla HÉR
Viðburður á samfélagsmiðlum HÉR
Lengd: 85 mín.
Tungumál: Franska með íslenskum texta.

Gullfalleg og spennandi teiknimynd fyrir yngri kynslóðina um æsku og uppvöxt Calamity Jane, sem síðar varð goðsögn í villta vestrinu!
Ameríka, 1863. Lest landnema ferðast með hestvögnum vestur á bóginn með von um betra líf. Martha verður að flýja og klædd eins og strákur leitar hún að leiðum til að sanna sakleysi sitt. Um leið uppgötvar hún nýjan heim í mótun þar sem einstakur persónuleiki hennar fær að njóta sín.
Ævintýralegt ferðalag, fyrir alla fjölskylduna en kvikmyndin hefur hlotið fjölda Alþjóðlegra verðlauna.

 


Franska kvikmyndahátíðin er haldin í samstarfi við Bíó Paradís og skipulögð af sendiráði Frakklands á Íslandi, Alliance Francaise de Reykjavík, Institut Francais, Sambíóunum Akureyri og Akureyrarbæ.

Hvenær
þriðjudagur, febrúar 14
Klukkan
16:30-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Nánar um hátíðina og fleiri myndir HÉR