Helgi þar sem vinkonur, vinir, pör, fjölskyldur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Dekurdagar 2024 fara fram 3. - 6. október. Þetta er helgi þar sem vinkonur, vinir, pör, fjölskyldur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman.
Á Dekurdögum er hægt að velja úr fjölda viðburða sem auðga andann og gleðja hjartað, þar að auki bjóða margar verslanir og fyrirtæki upp á ýmiskonar uppákomur og dekurlega afslætti. Viðburðurinn er stór styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
(Dömulegir) Dekurdagar voru fyrst haldnir árið 2008.
Fylgist með á Facebook síðu Dekurdaga þar sem m.a. má sjá fjölda tilboða sem verða í boði.