Til baka

Dimma

Dimma

DIMMA heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Græna Hattinum, Akureyri en þar hafa þeir
áður haldið nokkra af sínum bestu tónleikum.

DIMMU þarf vart að kynna enda ein vinsælasta rokksveit landsins undanfarin ár og hafa
þeir gefið út fimm breiðskífur, jafnmargar tónleikaplötur og átt fjölda laga sem
farið hafa hátt á öldum ljósvakans.

Í lok síðasta árs sendi sveitin frá sér fyrsta lagið með nýrri liðskipan en það
var lagið „Þögn“ sem notið hefur talsverðra vinsælda.

Þeir fylgdu því svo eftir með nýja laginu „Almyrkvi“, sem er framlag DIMMU til
Söngvakeppninnar 2020.

Eitthvað sem fæstir aðdáendur sveitarinnar áttu von á, enda hefur Söngvakeppnin hingað
til varla talist hefðbundinn vettvangur fyrir kraftmiklar rokksveitir í þyngri
kantinum til að koma tónlist sinni á framfæri.

Þessi lög verða að sjálfsögðu leikin á tónleikunum ásamt úrvali af eldri perlum
sveitarinnar og því ætti enginn rokkunanndi að láta sig vanta á DIMMU á Græna Hattinum.

 

DIMMA:

Stefán Jakobsson : Söngur

Ingó Geirdal : Gítar

Silli Geirdal : Bassi

Egill Örn Rafnsson : Trommur

Hvenær
föstudagur, mars 13
Klukkan
22:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Nánari upplýsingar